Þorlákur FC

2022

Fyrsta árið hjá klúbbnum gekk vel. Við spiluðum í Bola deildinni sem er 7 - manna utandeild á hálfum velli á litlum mörkum. Þorlákur vann 15 leiki af 16 sumarið 2022 og við unnnum deildina. 

Boladeildar meistarar 2022.

 Það var strax sett markmið að fara í 11 manna deild hjá KSÍ 2023.

 7. mars 2022: Fyrsta æfing Þorlákur FC.

20. september 2022:  Boladeildar meistarar

22. nóvember 2022:  Íþróttafélagið Þorlákur stofnað

2023

10. janúar 2023: Ákvörðun tekin hjá stjórn ÞFC að taka annað tímabil í 7 manna deild. Kostnaðurinn við að fara í deild hjá KSÍ er mikill. Ef maður tekur allan pakkan saman. Heimavöllur, æfinga aðstaða, skráning í KSÍ, keppnisgjald, búningar, aukahlutir, dómgæsla svo einhvað sé nefnt. Markmið félagsins er að fara í 11 manna deild hjá KSÍ 2024.

Styrkja

Við erum að leita að styrktaraðilum fyrir komandi keppnistímabil. Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á auglýsingu á nýju treyjunni okkar. Einnig bjóðum við fyrirtækjum/einstaklingum upp á auglýsingu í gegnum samfélagsmiðla.

Dæmi: "Maður leiksins er Arnór í boði *fyrirtæki* 

Hvernig ætlum við að fjármagna næsta ár (2024)?: Í ár ætlum við að bjóða upp á Þorlákur merch. Allir sem kaupa merch eru að styrkja okkur fyrir næsta sumar (2024). Við bjóðum upp á nýjar glæsilegar keppnis treyjur, derhúfur og trefla.

Þinn stuðningur skiptir okkur ótrúlega miklu máli.

Hafðu samband og ræðum málin